13.08.2015
Það verða frábærir tónleikar í Fjarðarborg núna föstudaginn 14. ágúst. Þá munu Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn leiða saman hesta sína á sviðinu og flytja fjölbreytt lagaprógram sem þeir hafa sett saman með lögum frá þeim sem hafa veitt þeim innblástur og haft áhrif á þá gegnum árin.
27.07.2015
Strákarnir í Fjarðarborg verða með flotta dagskrá um verslunarmannahelgina sem má sjá hérna að neðan.
21.07.2015
Hérna er hægt að sjá heildardagskrá Bræðslunnar fyrir þetta ár á PDF. Fullt af spennandi viðburðum framundan hérna á Borgarfirði, miðpunkti alheimsins.
21.07.2015
Þvílík dagskrá sem verður í Fjarðarborg um helgina hjá Já Sæll bræðrum
13.07.2015
Það er frábær helgi framundan í Fjarðarborg, en þar er mikið líf allar helgar í sumar eins og flestir vita.
07.07.2015
Við óskum eftir að ráða frá næsta skólaári (1. ágúst
2015)
Umsjónarkennara á yngra- og miðstigi sem kennir
fjölmargar kennslugreinar, bóklegar og verklegar á því stigi. (Fullt starf)
Kennara sem getur tekið að sér þá tíma sem áætlaðir eru í
sérkennslu í íslensku á öllum stigum, pólskukunnátta kostur.(Hlutastarf)
· Kennara sem getur tekið að sér kennslu ýmissa greina í eldri og yngri deild (Hlutastarf)
· Leikskólakennara vantar einnig í hlutastarf á leikskóladeildina.
06.07.2015
Í fyrra voru það jólin en á ár er það þorrablót í júlí hjá okkur Já Sæll bræðrum.
Við munum bjóða upp á alvöru þorramat á hlaðborði, heimatilbúin skemmtiatriði, alvöru kveðskap og svo mun tónlistin
verða á sínum stað, allt eins og á alvöru blóti.
22.06.2015
Það er okkur í Fjarðarborg heiður að kynna næsta listamann til sögunnar í tónleikasumrinu, en það er snillingurinn hún
Sóley Stefánsdóttir, eða bara Sóley eins og hún kallar sig oftast.
22.06.2015
Skemmtiferðaskipið Sea Explorer kom að Hafnarhólma 16. júní síðastliðin.
19.06.2015
Hið störnum prýdda lið Ungmennafélags Borgarfjarðar í knattspyrnu karla gerði góða ferð á Djúpavog þann 17.
júní og vann þar sannfærandi sigur á sterku liði heimamanna í Neista 1-3. Leikurinn markaði upphaf tímabilsins í Bikarkeppni UÍA
í knattspyrnu þar sem UMFB hefur titil að verja.