20.02.2015
Fyrir um 10 árum síðan stóð Kjarvalsstofa fyrir verkefni sem fólst í því að taka nokkrar þekktar álfa og vættasögur
úr sveitarfélaginu og gefa þær leiklesnar út á geisladisk. Diskurinn er núna kominn á netið fyrir ykkur til að njóta hvar og
hvenær sem er.
19.02.2015
Starfsmaður óskast til starfa við skólann. Starfið felst í að sinna frístundarstarfi með börnum í yngri deild skólans og
aðstoða í leikskóla á tímabilinu 7.apríl – 27.maí 2015. Tímafjöldinn er 6-8 stundir á viku og dreifast þær yfir
vikuna. Einnig vantar okkur afleysingu í leikskólann í sumar og sama manneskjan gæti ef til vill tekið þetta að sér.
16.02.2015
Föstudaginn 6. feb. var dagur leikskólans.
21.01.2015
Þorrablót Borgfirðinga verður haldið í Fjarðaborg laugardaginn 24. janúar. Húsið opnar kl. 19:30 og á sama tíma verður
opnað inn í sal. Forsala á miðum verður í Fjarðaborg á laugardaginn frá kl. 12:00 til 14:00. Miðaverð er 8500 kr.
21.01.2015
Í dag lauk lestaráskorun í skólanum en undanfarna fimmtán daga höfum við nemendur og kennarar lesið af kappi ýmsar bækur sem vekja
áhuga okkar. Öll höfum við keppt við okkur sjálf að þessu sinni. Nemendur settu sér persónuleg markmið um að lesa fleiri
blaðsíður en þeir lásu í áskoruninni í fyrra.
16.01.2015
Nú styttist í þorrablótið okkar og gistiheimilið Borg býður sérstakt þorrablótstilboð fyrir þá sem hafa hug á
því að skemmta sér lengur og gista á Borgarfirði eftir blótið.
14.01.2015
Veturinn birtist okkur í allri sinni fegurð
12.01.2015
Þorrablót Borgfirðinga 2015 verður haldið í Fjarðarborg laugardaginn 24. janúar
Húsið opnað kl: 19.30. Heimamenn og burtfluttir Borgfirðingar hafa forgang að miðum til 15. janúar, skráning í síma 4729933 Þóra og
4729920 Fjarðarborg á kvöldin.
Mundum eftir að skrá okkur í tíma.
Þorrablótsnefndin
17.12.2014
Hér í skólanum höfum við verið að jólastússast
16.12.2014
Miðvikudaginn 17. desember var fallegt og gott veður í fagra firðinum okkar.