Fréttir

Tónlist fyrir alla - Skuggamyndir frá Býsans

Foreldrar og forráðamenn grunn-og leikskólabarna boðnir sérstaklega velkomnir ásamt gestum. Dagskráin hefst kl. 8:15 þriðjudaginn 8. september.

Félagsvist

Næst komandi fimmtudag verður spiluð félagsvist í skólanum frá klukkan 17:00-20:00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Súpa og brauð 700 krónur. Ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda. Þessi viðburður telst sem skóladagur nemenda.

Gönguferð í Loðmundarfjörð

Eftir sundviku fóru nemendur í gönguferð frá Húsavíkurskála til Loðmundarfjarðar. Í Loðmundafirði fylgdum við stíg niður Hryggjabrekkur, niður að ósnum og upp með Fjarðaránni að varpinu í Sævarenda. Þar skoðuðum við listilega gerð kolluhreiður en því næst var gengið í skála Ferðafélagsins. Nemendur unnu ýmiss verkefni bæði á leiðinni og þegar komið var í skálann, en ljúfur dagur lauk með kvöldvöku og húslestri. Daginn eftir flýttum við okkur heim sem mest við máttum þar sem að úrhellisrigning var komin í Nesháls upp úr hádegi. Já enginn er verri þótt hann vökni :) Myndir/pictures  frá ferðinni.

Enginn titill

Framfarafélag Borgarfjarðar boðar til undirbúningsfundar að stofnun byggingafélags á Borgarfirði og verður hann haldinn í Vinaminni mánudagskvöldið 31. ágúst kl 20:30.

Tónleikum Valgeirs í Loðmundarfirði frestað um óákveðinn tíma

Okkur þykir leitt að tilkynna að við höfum ákveðið að fresta tónleikum Valgeirs Guðjónssonar í Loðmundarfirði um óákveðinn tíma

Tónleikum Valgeirs í Loðmundarfirði frestað um óákveðinn tíma

Okkur þykir leitt að tilkynna að við höfum ákveðið að fresta tónleikum Valgeirs Guðjónssonar í Loðmundarfirði um óákveðinn tíma

Kvikmyndin Hjartasteinn í tökum á Borgarfirði þessa dagana

Tökur á kvikmyndinni Hjartastein hófust á Borgarfirði um miðjan mánuðinn og er áætlað að seinasti tökudagur verði í október. Anton Máni Svansson, aðalframleiðandi myndarinnar hjá framleiðslufyrirtækinu Join Motion Pictures, segir tökur ganga glimrandi vel.

Valgeir Guðjónsson í Loðmundarfirði 29. ágúst.

Það eru frábærir tónleikar framundan í Loðmundarfirði. Ferðamálahópurinn og Ferðafélagið standa saman að þessum árlegu síðsumarstónleikum og í ár er komið að Valgeiri Guðjónssyni að koma fram á pallinum við skálann í Loðmundarfirði.

Skólahald í blíðviðri

Þau hafa verið heppin með veður krakkarnir í Grunnskólanum þessa fyrstu daga skólaársins. Þessa vikuna fara þau daglega á námskeið hjá Ásgrími Inga í sundlauginni á Egilsstöðum. Aðstaða í lauginni er öll til fyrirmyndar og ljúft að taka sundtökin í lauginni. Skólinn fær einnig leyfi til að nýta Félagsmiðstöðina Ný-ung í hléi á milli æfinga, til að nemendur megi matast og hvíla sig. Ekki nóg með að þau séu mætt til leiks í lauginni því á mánudag sóttu nemendur sér bækur á Héraðsbókasafnið en í vetur ætla þau að lesa fjölbreyttar bækur sér til ánægju og yndisauka.  

Skólasetning

Kæru nemendur og foreldrar  Skólasetning verður klukkan 15:30 mánudaginn 17. ágúst. Um morgunin þennan dag hefst sundlota skólaársins og fer póstbíllinn með nemendur frá skólanum klukkan 08:00. Líkt og í upphafi síðasta skólaárs ætla foreldrar að koma  með brauðmeti og álegg og súpa verður í boði hússins.  Hlökkum til að sjá ykkur  Bryndís, Hoffa, Jóna, Jóffa og Svandís