Fréttir

Álfabúningar hannaðir og saumaðir á Borgarfirði

Ævintýralandið á Borgarfirði eystri í samtarfi við Austfirska karnivalhópinn og Þorpið hafa hannað og saumað nýja álfabúninga sem varðveittir verða og nýttir í Ævintýralandinu fyrir börn sem vilja hverfa á vit ævintýranna í höfuðborg álfadrottningar Íslands.

Borgfirska Einhverfahátíðin 2011 - Uppskeruhátíð Já Sæll - Lokahóf UMFB á föstudagskvöldið

Jæja gott fólk. Þar sem við viljum ekki vera eftirbátar nágranna okkar munum við einnig efna til hverfahátíðar. Þar sem Borgarfjörður telst eitt hverfi verður litur Borgarfjarðar blár, en það skal tekið fram að Njarðvíkingar skulu mæta í bleiku.

KK í Loðmundarfirði

Það er aldeilis farið að styttast í stórtónleika KK í Loðmundarfirði og vert að minna þá sem ætla sér að gista að vera fljótir til og panta gistingu.

Bollywoodhátíð í Fjarðarborg á föstudaginn

Þessi fréttatilkynning barst frá Já Sæll ehf í Fjarðarborg. Þetta verður eitthvað stórmerkilegt og eitthvað sem menn ættu ekki að missa af

Dagskrá Álfaborgarsjens 2011

Það er ekkert lát á stuðinu hérna heima, en hér gefur að líta dagskrá Álfaborgarsjens 2011

Minningarathöfn - mínútu þögn

Sveitjastjóri, Oddviti, verkstjóri, starfsmenn áhaldahús og vinnuskólinn stóðu fyrir utan áhaldahúsið kl 10.00 í morgun  og minntust með mínútu þögn þeirra sem féllu í Ósló og útey á föstudaginn.

Bræðslan yfirstaðin - Sennilega besta hátíðin frá byrjun

Jæja, þá er lífið komið í eðlilegar skorður hérna í Borgarfirði eftir Bræðsluhelgina 2011. Það verður að segjast að þessi hátíð heppnaðist alveg einstaklega vel í nær alla staði þau auðvitað megi finna eitthvað sem má betur fara.

Fyrsti í upphitun fyrir Bræðslu

Minnum sérstaklega á tónleika Jóns Arngríms og Valla Skúla í Fjarðarborg í kvöld kl 20:30 þar sem þeir félagar halda upp á 20 ára afmæli Darara(m). Sjáumst hress í Fjarðarborg. 

Tvö ný hús á bökkunum.

Það er nóg að gera í framkvæmdum í firðinum þessa dagana eins og undanfarin misseri. Nú í síðustu viku bættust tvö hús við í þorpið og standa þau úti á bökkum, milli Bakkavegs 1 og Skálabergs. .

Sigurvegari Ljósmyndakeppni Bræðslunnar 2011

Eftir langa og stranga yfirlegu hefur dómnefnd Ljósmyndakeppni Bræðslunnar komist að niðurstöðu. Sigurvegarinn í ár er Ingunn Þorvarðardóttir og óskum við henni hjartanlega til hamingju með það. Fjölmargar myndir bárust en þessi þótti fanga vel stemmarann í fyrra, þegar Naglbítarnir fóru á kostum.