Fréttir og tilkynningar

Skólasetning

Kæru nemendur og foreldrar  Skólasetning verður klukkan 15:30 mánudaginn 17. ágúst. Um morgunin þennan dag hefst sundlota skólaársins og fer póstbíllinn með nemendur frá skólanum klukkan 08:00. Líkt og í upphafi síðasta skólaárs ætla foreldrar að koma  með brauðmeti og álegg og súpa verður í boði hússins.  Hlökkum til að sjá ykkur  Bryndís, Hoffa, Jóna, Jóffa og Svandís

Kennarar óskast - framlenging á fresti

Við óskum eftir að ráða frá næsta skólaári (1. ágúst 2015) Umsjónarkennara á yngra- og miðstigi sem kennir fjölmargar kennslugreinar, bóklegar og verklegar á því stigi. (Fullt starf) Kennara sem getur tekið að sér þá tíma sem áætlaðir eru í sérkennslu í íslensku á öllum stigum, pólskukunnátta kostur.(Hlutastarf) · Kennara sem getur tekið að sér kennslu ýmissa greina í eldri og yngri deild (Hlutastarf) · Leikskólakennara vantar einnig í hlutastarf á leikskóladeildina. 

Skólaslit og skólabyrjun í haust

Grunnskólanum var slitið 27. maí og kennarar eru þessa dagana í óða önn að ganga frá eftir veturinn og undirbúa eins og hægt er fyrir haustið- áður en þeir fara i sumarfrí. Í sumar stendur til að lagfæra ýmislegt, til dæmis, taka til, mála Rifið (miðrýmið) og bæta hljóðvistina í skólanum og aðbúnað okkar með því lagfæra gólf. Þær framkvæmdir fara á fullt þegar leikskólinn fer í sumarfrí í júlí.  Grunnskólahald hefst á ný 17.  ágúst með sundnámskeiði nemenda á Egilsstöðum og skólasetningu kl. 15:30 en 10. og 11 ágúst  munu kennarar heimsækja nemendur og foreldra til að ræða um starf komandi vetrar.  Leikskólinn hefst eftir sumarfrí 5. ágúst.  Glærur frá skólasetnignu má nú finna á heimasíðunni undir tenglar. 

Grænfánafréttir

Við höfum haft af því áhyggur hvað grænfáninn okkar endist illa.

100% fjölgun á leikskólanum

Í lok apríl varð 100 % fjölgun á leikskólanum 

Árshátíð

Árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar eystra Árshátíð skólans verður haldin í Fjarðarborg laugardaginn 21. mars kl. 14.00.

Litir og ís

Þessa dagana erum við á leikskólanum að vinna með litina og vatnið.

Starfsmaður óskast :)

 Starfsmaður óskast til starfa við skólann. Starfið felst í að sinna frístundarstarfi með börnum í yngri deild skólans og aðstoða í leikskóla á tímabilinu 7.apríl – 27.maí 2015. Tímafjöldinn er 6-8 stundir á viku og dreifast þær yfir vikuna. Einnig vantar okkur afleysingu í leikskólann í sumar og sama manneskjan gæti ef til vill tekið þetta að sér.

Dagur leikskólans

Föstudaginn 6. feb. var dagur leikskólans. 

Vetrarfegurð

Veturinn birtist okkur í allri sinni fegurð