Fréttir

Sjómannadagurinn 7. júní 2015

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 7. júní.

Skólaslit og skólabyrjun í haust

Grunnskólanum var slitið 27. maí og kennarar eru þessa dagana í óða önn að ganga frá eftir veturinn og undirbúa eins og hægt er fyrir haustið- áður en þeir fara i sumarfrí. Í sumar stendur til að lagfæra ýmislegt, til dæmis, taka til, mála Rifið (miðrýmið) og bæta hljóðvistina í skólanum og aðbúnað okkar með því lagfæra gólf. Þær framkvæmdir fara á fullt þegar leikskólinn fer í sumarfrí í júlí.  Grunnskólahald hefst á ný 17.  ágúst með sundnámskeiði nemenda á Egilsstöðum og skólasetningu kl. 15:30 en 10. og 11 ágúst  munu kennarar heimsækja nemendur og foreldra til að ræða um starf komandi vetrar.  Leikskólinn hefst eftir sumarfrí 5. ágúst.  Glærur frá skólasetnignu má nú finna á heimasíðunni undir tenglar. 

Af opnu húsi og valviku

Í síðustu viku var opið hús hjá okkur í skólanum. Tilefni þessa var að nemendur höfðu þá nýlokið valvikunni, eða tuttugu kennslustundum í valgrein. Með því að opna skólann og halda sýningu á afrakstri valvikunnar og við að nemendur kynntu námskeiðin tókum við um leið þátt í verkefninu "List án landamæra" þennan dag.

Kampselur á Borgarfirði

Þessa dagana heldur til á Borgarfirði glæsilegur Kampselur, en hann er sjaldséður gestur hérna á Borgarfirði. Í dag hélt hann til í fjörunni fyrir neðan Blábjörg og sleikti sólina.

Háskólalestin!

Elstu nemendur skólans tóku þátt í Háskóla unga fólksins - Háskólalestinni, föstudaginn 15. maí. Við drifum okkur af stað fyrir allar aldir þann dag, hittum nemendur á Brúarási og fengum far með þeim í rútu til Vopnafjarðar. Á Vopnafirði höfðu nemendur val um fjölbreytt námskeið undir leiðsögn háskólakennara. Krakkarnir okkar sóttu námskeið í forritun, efnafræði, japönsku og vísindaheimspeki og voru sérdeilis ánægð með daginn enda var hann vel heppnaður í alla staði. Það er frábært fyrir okkar nemendur að hafa möguleika á að hitta fjöldann allan af krökkum á sama reki, efla tengslin við nágranna okkar, fá skemmtilega og spennandi fræðslu og takast á við áskoranir í stærra samfélagi.  Háskólalestin er sambærilegt verkefni og Háskóli unga fólksins nema hvað lestin fer í skóla á landsbyggðinni og er eins til tveggja daga fræðsla en Háskóli unga fólksins er staðbundinn í Reykjavík og stendur í fjóra daga. Bæði verkefnin eru starfrækt af Háskóla Íslands. Háskóli unga fólksins 2015 verður haldinn dagana 10.-13. júní í Reykjavík og er fyrir alla nemendur í 6. -10. bekk sem áhuga hafa. Skráning hefst fimmtudaginn 21. maí kl. 18.00 og fer eingöngu fram rafrænt á vefnum þeirra,  sjá ung.hi.is

Valvika

Í dag hófst valvika í skólanum okkar en í þeirri viku hafa nemendur kosið sér valgrein eða greinar til að vinna að næstu daga. Nemendur eldri deildar ákváðu í sameiningu og samráði við kennara  að matreiðsla yrði aðalviðfangsefni þeirra en krakkarnir í yngri deild taka nokkur fög fyrir og munu vinna í smíði og myndlist, leiklist og tónlist, þau fara í hjólreiðatúr með nesti ef veðurr leyfir á þriðjudag og ljúka sinni valviku með því að fá stutt námskeið í Taekwondo.  Valvikan er liður í að auka fjölbreytta kennsluhætti við skólann og auka ábyrgð nemenda á eigin námi. Í þessu verkefni er nemendalýðræðið sannarlega við völd en jafnframt gera nemendur og kennarar kröfur um markvissa vinnu og árangur.  Valviku lýkur miðvikudaginn 13.maí með kynningu á opnu húsi milli 13:00 og 14:00 en á þessa kynningu eru allir boðnir velkomnir.  Hér munu nemendur kynna verkefnin og það sem þau hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Opna húsið okkar er jafnframt þátttaka okkar í verkefninu List án landamæra. En nánar um valvikuna í lok hennar og þá væntanlega fleiri myndir!

Grænfánafréttir

Við höfum haft af því áhyggur hvað grænfáninn okkar endist illa.

100% fjölgun á leikskólanum

Í lok apríl varð 100 % fjölgun á leikskólanum 

Styrkur úr Sprotasjóði

Það er gaman að segja frá því að skólinn fékk á dögunum umtalsverða upphæð í styrk til að efla fjölbreytta kennsluhætti í skólanum og mun sá styrkur nýtast okkur vel, ekki síst nemendum. Styrkurinn er úr Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins en markmið sjóðsins í ár var að styrkja sérstaklega verkefni sem miðuðu að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi útfrá styrkleikum þeirra og áhugasviði, efla hagnýtt læsi á öllum námssviðum og auka fjölmenningarlegt skólastarf. Okkar verkefni heitir: Fjölbreyttir kennsluhættir, og miðar að því að auka fjölbreytt og fagleg vinnubrögð, efla ábyrgð og styrkleika nemenda í náminu ásamt því að bæta aðbúnað og úrræði okkar til kennslu. Það er mjög ánægjulegt að við séum í hópi þeirra þriggja skóla á Austurlandi sem fengu styrk. Vinir okkar á Brúarási fengu einnig styrk sem og Nesskóli en alls fengu 27 grunnskólar styrk á öllu landinu. 172 umsóknir bárust sjóðnum og fengu 45 verkefni úthlutun. Við erum því afskaplega ánægð, stolt og þakklát. Sem hluti af okkar verkefni munu kennararnir kynna sér fjölbreyttar kennsluaðferðir, meðal annars ætlum við í heimsókn í skólana á Þórshöfn á Langanesi og Bakkafirði í þeim tilgangi.  Á myndinni sjást nemendur á yngra- og miðstigi búa til "eldgos" sem rennur úr eldfjöllunum sem þau gerðu í verkefni sem samætti nánast allar námsgreinar á meðan á því stóð.  

Aldís Fjóla og hljómsveitin Borgfjörð með lag í spilun

Borgfjörð varð til á vormánuðum 2014 og er því að verða eins árs á næstunni. Hún hefur komið víða fram og  hefur meðal annars haldið tónleika á Café Rósenberg og í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra. Borgfjörð var einnig fyrsta band á svið á Bræðslunni síðasta sumar.