11.03.2015
Borgarfjarðarvefnum barst skemmtilegt bréf frá Guðlaugi Ingasyni sem var áður fyrr verksmiðjustjóri í Sildarverksmiðju Borgarfjarðar.
Þar segir hann söguna á bakvið ketilinn sem nú stendur við hlið Bræðslunnar. Einnig sendi hann okkur gamlar myndir sem gaman er að skoða
frá þessum árum.
11.03.2015
Við duttum aldeilis í lukkupottinn
í skólanum í dag en Þórey Eiríksdóttir fyrrum kennari við skólann og börnin hennar þau Atli og Arna gáfu okkur
þythokkíborð. Nemendur voru að vonum ánægðir með þessa viðbót við framboð af leiktækjum og hlakka til spennandi
ánægjustunda. Hver veit nema að þythokkímót verði sett upp í næstu bekkjarsamveru.
Á myndinni sem því miður er aðeins hreyfð,
má sjá nemendur í skólanum í dag og eru þeir með skegg í tilefni af mottumars.
Kærar þakkir Þórey, Atli og Arna
25.02.2015
Nemendur í eldri deild skólans eru um þessar mundir að undirbúa sig fyrir Þjóðleik. Þau hafa ákveðið að sýna verk
sem heitir Hlauptu – týnstu eftir Berg Ebba og hafa undanfarnar vikur verið að aðlaga verkið að stærð hópsins og útfæra sviðsmynd og
búninga. Leikritið verður sýnt á árshátíð skólans 21.mars og svo verður Þjóðleikshátíðin haldin
í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í apríl.
23.02.2015
Það er gleðidagur í ferðaþjónustunni í dag á Borgarfirði en 8.5 miljónir fengust úthlutaðar úr
Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í 3 mismunandi verkefni á Borgarfjarðarsvæðinu.
20.02.2015
Næstkomandi fimmtudag, 26. febrúar kl 20:00 verður opið kynningarkvöld hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 þar sem m.a.
verður myndasýning frá Víknaslóðum og Borgarfirði eystri.
20.02.2015
Fyrir um 10 árum síðan stóð Kjarvalsstofa fyrir verkefni sem fólst í því að taka nokkrar þekktar álfa og vættasögur
úr sveitarfélaginu og gefa þær leiklesnar út á geisladisk. Diskurinn er núna kominn á netið fyrir ykkur til að njóta hvar og
hvenær sem er.
19.02.2015
Starfsmaður óskast til starfa við skólann. Starfið felst í að sinna frístundarstarfi með börnum í yngri deild skólans og
aðstoða í leikskóla á tímabilinu 7.apríl – 27.maí 2015. Tímafjöldinn er 6-8 stundir á viku og dreifast þær yfir
vikuna. Einnig vantar okkur afleysingu í leikskólann í sumar og sama manneskjan gæti ef til vill tekið þetta að sér.
16.02.2015
Föstudaginn 6. feb. var dagur leikskólans.
21.01.2015
Þorrablót Borgfirðinga verður haldið í Fjarðaborg laugardaginn 24. janúar. Húsið opnar kl. 19:30 og á sama tíma verður
opnað inn í sal. Forsala á miðum verður í Fjarðaborg á laugardaginn frá kl. 12:00 til 14:00. Miðaverð er 8500 kr.
21.01.2015
Í dag lauk lestaráskorun í skólanum en undanfarna fimmtán daga höfum við nemendur og kennarar lesið af kappi ýmsar bækur sem vekja
áhuga okkar. Öll höfum við keppt við okkur sjálf að þessu sinni. Nemendur settu sér persónuleg markmið um að lesa fleiri
blaðsíður en þeir lásu í áskoruninni í fyrra.