07.02.2011
Nú er verið að skanna inn gamlar myndir frá Grunnskólanum og mun reglulega bætast inn meira af gömlum myndum.
07.02.2011
Minnum á að við ætlum að spila bingó í Fjarðarborg kl. 18:00 á morgun.
04.02.2011
Í gær fóru nemendur 4. - 10. bekkjar og leikskólabörnin upp í Vinaminni
01.02.2011
Grunnskólinn fékk grænfánann afhentan þann 17. des. s.l.
01.02.2011
Vegna gríðarlega góðra viðbragða við þessum gömlu myndum sem hafa farið inn á síðuna að undanförnu hefur vefstjóri
setið sveittur við að skanna ennnþá meira af myndum
31.01.2011
Nú er búið að setja inn annað myndasafn með gömlum borgfirskum myndum sem búið er að skanna úr slidessafni Helga Arngrímssonar en
þetta eru myndir frá borgfirskum skemmtunum á síðastliðinni öld.
28.01.2011
Nú þessa stundina er verið að steypa plötuna á þriðja húsinu á bökkunum hjá Ferðaþjónustunni Álfheimum og
hafa steypubílarnir komið í hrönnum í dag í fjörðinn.
27.01.2011
Ég hef verið að skanna töluvert af gömlum slidesmyndum úr ljósmyndasafni pabba heitins og mun koma til með að setja slatta af þeim hingað inn
á síðuna. Hér gefur að líta fyrsta skammtinn.
27.01.2011
G. Magni Ágeirsson frá Brekkubæ ætlar að taka það að sér að vera fulltrúi borgfirðinga í Júróvision á
laugardaginn en hann þykir langefnilegasti söngvari Borgarfjarðar af 78´ árgangnum að öllum öðrum ólöstuðum.
27.01.2011
Við leitan að skemmtilegu efni til þess að setja hingað inn, rakst ég á þessa einstöku stuttmynd þeirra frænda, Birkis og Þrastar.
Það er svo sannarlega kominn tími á endursýningu á þessu einstæða verki. Það er vonandi að þeir séu með
eitthvað annað eins í smíðum þessa dagana. Þetta er söguleg heimild og merkilegt nokk, það hefur margt breyst í firðinum á
þessum 5 árum frá því að myndin var gerð.
Hver er helsti munurinn á Borgarfirði þarna og í dag?