Fréttir

Kynningarmyndband fyrir nýju síðuna.

Nýja síðan virðist vera að falla vel í kramið hjá borgfirðingum og öðrum ef marka má gestabókina og umræður á facebook. Ég útbjó lítið kynningarmyndband sem fer yfir það helsta á síðunni og mæli ég með því fyrir stórnotendur síðunnar að horfa á það.

Þorrablót nemenda grunnskólans.

Í dag var haldið hið árlega þorrablót nemenda og starfsmanna grunnskólans. Þetta er orðin hefð hjá skólanum að hittast skömmu eftir blót fullorðnafólksins og borða alvöru þorramat. Borgfirskir krakkar eiga hrós skilið fyrir að fússa ekki við þessum góða mat, og flestir voru mjög duglegir að smakka og prufa allskyns matartegundir sem voru borðaðar hér á öldum áður. Á eftir fengu menn svo ís og skemmtidagskráin tók svo við. sjá má myndir frá blótinu með því að ýta hérna

Þorrablót Borgfirðinga 2011

Þorrablót Borgfirðinga var haldið í Fjarðarborg laugardagskvöldið 22. janúar. Viðraði vel til blótshalds og var aðsóknin góð að vanda, en um 220 manns voru við borðhaldið. Borgfirðingar eru þekktir fyrir að leggja mikinn metnað í þorrablótsdagskránna og var engin undantekning á því í ár. Ekki verður farið nánar hér út í efnistök enda eiga menn bara að skella sér á blót til þess að verða vitni af því hvað þar fer fram.

Borgarfjarðarhreppur óskar eftir húsnæði fyrir starfsmann grunnskóla

Dagatalið 2020

Nú er dagatal Grunnskólans 2020 komið út.

Niðurstöður atkvæðagreiðslu í Borgarfjarðarhreppi um sameiningu

Niðurstöður atkvæðagreiðslu í Borgarfjarðarhreppi um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar:

Vinavika

Í síðustu viku var vinavika í skólanum. Nemendur bæði leik- og grunnskóla unnu saman ýmis verkefni og áttu saman gæðastundir. Hérna má sjá myndir sem teknar voru í vikunni. 

Bræðslan 2018

Bræðslan verður haldin í 13. sinn núna í sumar

Úrslit kosninga til sveitarstjórnar

 Á kjörskrá voru 94. Atkvæði greiddu 65 eða 69,15%.

Auðir og ógildir voru 0.

Aðalmenn í hreppsnefnd hlutu þessa kosningu:

Jakob Sigurðsson Hlíðartúni,  52 atkvæði
Eyþór Stefánsson Sólgarði, 40 atkvæði
Jón Þórðarson Breiðvangi 2, 34 atkvæði
Jón Sigmar Sigmarsson Desjarmýri,  30 atkvæði
Helgi Hlynur Ásgrímsson Svalbarði, 28 atkvæði

Varamenn í hreppsnefnd hlutu þessa kosningu:

Elísabet D. Sveinsdóttir Víkurnesi, 29 atkvæði
Helga Erla Erlendsdóttir Bakka, 30 atkvæði
Óttar Már Kárason Sæbergi, 30 atkvæði
Bryndís Snjólfsdóttir Réttarholti, 35 atkvæði
Jóna Björg Sveinsdóttir Geitlandi, 29 atkvæði

 

Haustferð til Seyðisfjarðar

Í byrjun september fór grunnskólinn í haustferð til Seyðisfjarðar. Dagskrá ferðarinnar var fjölbreytt og skemmtileg. Fyrsti áfangastaðurinn var Skaftfell þar sem við skoðuðum sýninguna Jaðaráhrif ásamt nemendum úr grunnskóla Djúpavogs og gengum síðan upp í Tvísöng þar sem bæði var sungið og leikið. Eftir hádegisnesti gengum við að Botnatjörn þar sem við drukkum kakó og tíndum krækiber. Þegar við komum úr göngunni héldum við út í höfnina þar sem Norræna lá við festar. Við fengum höfðinglegar mótttökur um borð og á leiðinni út voru flest okkar byrjuð að skipuleggja ferð til Færeyja í huganum. Þá var farið í sund og kvöldverðurinn voru síðan gómsætar pítsur í Skaftfelli. Við enduðum kvöldið á bíói í Herðubreið þar sem við sáum myndina um Matthildi. Seinni daginn heimsóttum við Pétur í Tækniminjasafninu og borðuðum hádegismat í Seyðisfjarðarskóla. Loks skoðuðum við Bláu kirkjuna og Geirahús áður en við héldum aftur heim á leið.