31.01.2011
Nú er búið að setja inn annað myndasafn með gömlum borgfirskum myndum sem búið er að skanna úr slidessafni Helga Arngrímssonar en
þetta eru myndir frá borgfirskum skemmtunum á síðastliðinni öld.
28.01.2011
Nú þessa stundina er verið að steypa plötuna á þriðja húsinu á bökkunum hjá Ferðaþjónustunni Álfheimum og
hafa steypubílarnir komið í hrönnum í dag í fjörðinn.
27.01.2011
Ég hef verið að skanna töluvert af gömlum slidesmyndum úr ljósmyndasafni pabba heitins og mun koma til með að setja slatta af þeim hingað inn
á síðuna. Hér gefur að líta fyrsta skammtinn.
27.01.2011
G. Magni Ágeirsson frá Brekkubæ ætlar að taka það að sér að vera fulltrúi borgfirðinga í Júróvision á
laugardaginn en hann þykir langefnilegasti söngvari Borgarfjarðar af 78´ árgangnum að öllum öðrum ólöstuðum.
27.01.2011
Við leitan að skemmtilegu efni til þess að setja hingað inn, rakst ég á þessa einstöku stuttmynd þeirra frænda, Birkis og Þrastar.
Það er svo sannarlega kominn tími á endursýningu á þessu einstæða verki. Það er vonandi að þeir séu með
eitthvað annað eins í smíðum þessa dagana. Þetta er söguleg heimild og merkilegt nokk, það hefur margt breyst í firðinum á
þessum 5 árum frá því að myndin var gerð.
Hver er helsti munurinn á Borgarfirði þarna og í dag?
26.01.2011
Nýja síðan virðist vera að falla vel í kramið hjá borgfirðingum og öðrum ef marka má gestabókina og umræður á
facebook. Ég útbjó lítið kynningarmyndband sem fer yfir það helsta á síðunni og mæli ég með því fyrir
stórnotendur síðunnar að horfa á það.
26.01.2011
Í dag var haldið hið árlega þorrablót nemenda og starfsmanna grunnskólans. Þetta er orðin hefð hjá skólanum að hittast
skömmu eftir blót fullorðnafólksins og borða alvöru þorramat. Borgfirskir krakkar eiga hrós skilið fyrir að fússa ekki við þessum
góða mat, og flestir voru mjög duglegir að smakka og prufa allskyns matartegundir sem voru borðaðar hér á öldum áður. Á eftir fengu
menn svo ís og skemmtidagskráin tók svo við.
sjá má myndir frá blótinu með því að ýta hérna
25.01.2011
Þorrablót Borgfirðinga var haldið í Fjarðarborg
laugardagskvöldið 22. janúar. Viðraði vel til blótshalds og var aðsóknin góð að vanda, en um 220 manns voru við borðhaldið.
Borgfirðingar eru þekktir fyrir að leggja mikinn metnað í þorrablótsdagskránna og var engin undantekning á því í ár.
Ekki verður farið nánar hér út í efnistök enda eiga menn bara að skella sér á blót til þess að verða vitni af
því hvað þar fer fram.