27.06.2011
Þessa dagana er verið að vinna að skilti sem á að koma út í Skriður, en þar er fjallað um Skriðunar og söguna um
óvættinn Nadda.
27.06.2011
Karl Sveinsson, útgerðarmaður á Borgarfirði, fékk hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands þegar þau voru afhent fyrir
skemmstu. Karl hefur stundað útgerð á Borgarfirði í 35 ár en hann hefur einnig spreytt sig í öðrum atvinnugreinum, til dæmis
gæsarækt og kaffihúsarekstri.
27.06.2011
Miðvikudaginn 6. júlí verður hópur danskra þjóðdansara á ferð á Borgarfirði.Þetta er 30 manna hópur frá
Fjóni, hópurinn kennir sig við bæinn Gudbjerg og heitir “Gudbjerg folkedansere”
23.06.2011
Í tilefni skyndilegrar öldrunar minnar býð ég öllum Borgfirðingum, gestum og gangandi á dansleik í Fjarðarborg frá miðnætti
laugardagskvöldið 25. júní og fram eftir nóttu. Endilega látið sjá ykkur!
Baddi í Árbæ
22.06.2011
Í vel verðveittri videóspóluhilli í Sætúni leyndist þessi upptaka sem er frá því seint á síðastliðinni
öld, eða frá árinu 1991.
20.06.2011
Nú standa til á næstunni í það minnsta tveir tónlistarviðburðir í Álfacafé. Fyrst bera að nefna huggulega kvöldstund
með Dætrum Satans og svo tónleikar með Bergþóri Páls og félögum á fimmtudeginum fyrir Bræðsluhelgina.
18.06.2011
Gistiheimilið Blábjörg opnaði formlega í dag og vill fréttasíðan óska eigendum þess hjartanlega til hamingju. Fréttamaður var ekki
við opnunina í dag en mun mæta með myndavél næstu daga og sína lesendum síðunnar allt þarna inni.
14.06.2011
Nú á föstudaginn komu til fjarðarins tvær ungar breskar konur á vegum hinnar virtu sjónvarpsstöðvar Discovery
channel til þess að taka upp myndefni af lundanum út í höfn.
14.06.2011
Nú í síðastliðinni viku var bláfáninn dreginn að húni við Smábátahöfnina, en þetta er 8 sumarið sem höfnin
fær þessa umhverfisvottun.
14.06.2011
Nú er allt á fullu niðri í gamla frystihúsinu en þar er að fara að opna gistiheimið Blábjörg á næstu dögum. Herbergin
eru að verða tilbúin að verið er að vinna í að skipta um glugga og klæða húsið.