Fréttir

Smalamennska í Breiðuvík

Áskell Heiðar Ásgeirsson frá Brekkubæ sendi okkur myndabunka frá smalamennsku í Breiðuvík sem hann tók nú fyrir nokkru.

Austfirsk menning í ljósmyndum - Sýning í Fjarðarborg

Við úthlutun styrkja Menningarráðs Austurlands fyrr á þessu ári fékk Héraðsskjalasafn Austfirðinga fjárstyrk til verkefnisins Austfirsk menning í ljósmyndum. Markmið verkefnisins er að fara með sérsniðnar ljósmyndasýningar til byggðarlaga á starfssvæði safnsins. Nú er komið að Borgarfirði. Miðvikudagskvöldið 10. október verður sýning í Fjarðarborg og hefst hún kl. 20:00.

Myndir frá Brandsbalarétt

Í gær fengum við sendar myndir frá Brandsbalarétt sem voru teknar nú fyrir skömmu.

Göngum í skólann

Göngum í skólann er hluti af verkefninu ,,Virkar og öruggar leiðir í skólann" sem nýtur stuðnings Go for Green og samstarfsaðila

GPS gögn fyrir Víknaslóðir

Nú undanfarið hefur verið unnið að því að safna áreiðanlegum GPS gögnum fyrir Víknaslóðir og gera þau aðgengileg fyrir ferðamenn og aðra sem ferðast um svæðið okkar. Verkefnið er unnið fyrir styrk sem Landsbanki Íslands veittiFerðamálahópnum nú í vor, en var honum ætlað að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna á Víknaslóðum.

GPS gögn fyrir Víknaslóðir

Nú í sumar hefur verið unnið að því að safna áreiðanlegum GPS gögnum fyrir Víknaslóðir fyrir styrk sem Landsbanki Íslands veitti Ferðamálahópnum til þess að bæta aðgengi og öryggi ferðamanna á svæðinu.

Myndir eftir Árna J. Hannesson

Síðunni bárust myndir eftir Árna J. Hannesson frá Grund sem hann tók í sumar inn í Afrétt við Þveránna af Hvítserknum og Skúmhettinum í sérstökum birtuskilyrðum. Auk þess sendi hann okkur tvær myndir sem hann hefur verið gert af Dyrfjöllunum.

Krakkar í félagsmálatíma senda flöskuskeyti

Krakkarnir í félagsmálatíma fóru í dag og sendu flöskuskeyti

Aðalfundur SSA á Borgarfirði

Árlegur aðalfundur Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi var haldinn í Fjarðarborg dagana 14. og 15. september og sáu heimamenn undirbúning fundarins, og einnig um mat og skemmtun fyrir gesti.

Nýr Naddakross

Naddakrossinn í skriðunum var endurnýjaður nú fyrr í mánuðinum. Árni Bóasson frá Borg í Njarðvík smíðaði krossinn.