Fréttir

Kosningakaffi í Fjarðarborg

Kosningakaffi verður í Fjarðarborg á kjördag frá klukkan 15:00 - 17:00. Það er ferðahópur Grunnskóla Borgarfjarðar sem stendur fyrir kaffinu og rennur allur ágóði í ferðasjóð hópsins sem stefnir á Danmerkurferð nú á vordögum.

Opið hús á Heiðinni

Opið hús á Heiðinni 24. apríl kl. 16-18 þegar húsið verður tekið formlega í notkun.

Nám til framtíðar

Kynningarblað um nýjar aðalnámskrár og nýr upplýsingavefur Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út kynningarblað um nýju aðalnámskrárnar og er því dreift um allt land. Blaðinu er ætlað að kynna nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum nýjar áherslur í menntun leikskólabarna, grunn- og framhaldsskólanemenda. Þá hefur einnig verið opnaður nýr vefur namtilframtidar.is , þar sem veittar eru upplýsingar um námsskrárnar, áherslur í menntamálum og fleira. Ráðuneytið fer þess góðfúslega á leit við skóla að þeir birti upplýsingar um nýja vefinn á heimasíðum sínum og greini jafnframt frá kynningarblaðinu Nám til framtíðar. Með bréfi þessu fylgir kynningarblaðið á PDF-formi og mynd, sem hægt er að birta með slóðinni   www.namtilframtidar.is. Mennta- og menningarmálaráðuneyti 12. apríl 2013 Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri

Auglýst er eftir umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands

Auglýst er eftir umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands.

Lundinn er kominn

Nú fyrir nokkrum dögum fór að sjást til fyrstu lundana fyrir utan Bjarg og við Hólmann, en þann 8. stettist hann upp í Hólmann. Formleg móttaka á vegum sveitarstjóra var í gær, 9. apríl kl 19:30.

Þjóðleikur 2013

Borgfirsk ungmenni fóru um síðustu helgi á Þjóðleik

Eyfi og Jón Ólafs í Loðmundarfirði 31. ágúst

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna núna um væntanlega listamenn sem koma fram á árlegum hausttónleikum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópsins í Loðmundarfirði. Í ár verða það félagarnir Eyjólfur Kristjánsson og Jón Ólafsson sem ætla að heiðra okkur með nærveru sinni.

Dagskrá Bræðslunnar 2013

Það er alltaf spenna í loftinu þegar við fáum að heyra þau nöfn sem verða á Bræðslunni ár hvert, og dagskráin í ár mun ekki valda neinum vonbrigðum leyfum við okkur að fullyrða.

Vellíðunarhelgi á Álfheimum 12. - 14. apríl

Auglýsing frá Álfheimum

GISSUR ER 104 ÁRA Í DAG

Gissur Ó. Erlingsson loftskeytamaður, fyrrverandi umdæmisstjóri Pósts og síma og löggiltur skjalaþýðandi er 104 ára í dag, fæddur í Brúnavík við Borgarfirði eystra 21. mars 1909.